PRICE fyrirlestur um áskoranir í umönnun aldraðra í Evrópu (uppfært með helstu niðurstöðum)

Þann fyrsta september 2025 var fyrirlestur á vegum rannsóknarstofnunnar lífeyrismála þar sem Svend E. Hougaard Jensen, prófessor í hagfræði við Copenhagen Business School og félagi í Bruegel hugveitunni í Brussel, fjallaði um áskoranir í umönnun aldraðara í Evrópu.

Með hækkandi lífaldri og minni frjósemi mun hlutfall þeirra sem eru 85 ára og eldri þrefaldast fyrir næstu aldamót, með tilheyrandi þrýstingi á þjónustu við aldraðra (e. long-term care, LTC). Í Danmörku og Frakklandi hefur þegar myndast þjónustufall við aldraða (e. care gap), en um 40% aðspurða kveðast ekki fá fullnægjandi þjónustu. Með fyrirséðum breytingum í aldurssamsetningu þjóða má búast við að hlutfalli þeirra sem kveðast ekki fá fullnægjandi þjónustu hækki, verði ekki tekið í taumana.

Kynning Jensens benti á kerfislæg vandamál þegar kemur að því að laða starfsmenn að geirum sem starfa við þjónustu við aldraða. Þetta endurspeglast í háu hlutfalli starfsmanna sem vinna í hlutastarfi, lágum eftirlaunaaldri og hærri tíðni veikindadaga. Til að bæta gráu ofan á svart eru launin í sumum tilfellum ekki samkeppnishæf sem leiðir til atgervisflótta. Óformleg þjónusta við aldraða sem t.a.m. fjölskyldumeðlimir framkvæma hefur einnig dregist saman. Það gæti verið vegna smærri fjölskyldustærðar, hærri skilnaðartíðni, aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukinnar landfræðilegrar fjarlægðar barna og foreldra.

Evrópuríki hafa tekið til ýmissa ráða til að auka framboð þjónustustarfsmanna við aldraða, þar má telja til hækkun launa, bætt vinnuumhverfi, aukin möguleiki á starfsþjálfun, fjárfestingar í innviðum og stafrænar lausnir. Jensen raki einnig óhefðbundnari lausir á vandanum, t.a.m. hafa Þýskaland og Danmörk hafa tekið upp sérstök lágmarkslaun í geiranum og skuldbundið sig við að gera starfið meira aðlaðandi. Slóvenía og Ítalía standa í ströngu við heildarendurskipulagningu á LTC kerfum sínum. Einnig eru til lönd þar sem þeir sem sinna óformlegri þjónustu við aldraða fá stuðning, t.d. með launuðu leyfi. Minna hefur verið um aðgerðir sem miðast að því að draga úr eftirspurn eftir LTC þjónustu, en þar gæti heilbrigður lífstíll verið í lykilhlutverki.

Umræður í sal sneru að einhverju leyti að hlutverk kvenna í óformlegri þjónustu við aldraða í samhengi við kynjajafnrétti. Einnig var rætt um hversu erfið LTC störf geta verið og því ekki furða að erfitt reynist að halda hæfu starfsfólki í greininni.

 

 

Eldri auglýsing viðburðarins og útdráttur:

Svend E. Hougaard Jensen (Copenhagen Business School) mun halda fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 1. september frá 12-13.30:

 

Svend E. Hougaard Jensen

Hjúkrun aldraðra í Evrópu: Áskoranir í mótun stefnu til langs tíma

 

Breytt aldurssamsetning mun hafa margvísleg hagræn áhrif, auk þess að hafa bein áhrif á umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum.  Þegar er farið að bera á því að eftirspurn eftir slíkri þjónustu fari fram úr framboði í mörgum löndum ESB, sem hefur leitt til svokallaðs „umönnunarbils“. Án umfangsmikilla umbóta er gert ráð fyrir að þetta bil stækki enn frekar, sem gæti ógnað lífsgæðum aldraðra, aukið kynjamisrétti og haft verulegan efnahagslegan kostnað í för með sér.

Í þessu erindi verður fjallað um nýlegar umbætur sem miða að því að minnka þetta umönnunarbil með því að hafa áhrif á bæði eftirspurn og framboð á þjónustu við aldraða. Með því að skoða nýjustu stefnumótun og umbætur, sem meðal annars miða að því að auka aðdráttarafl starfa í greininni, er markmið erindisins að varpa ljósi á hver stefna stjórnvalda er í þessum málaflokki og lýsa þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til til að bregðast við aukinni umönnunarþörf.

Svend E. Hougaard Jensen er prófessor í hagfræði við Copenhagen Business School (CBS), forstöðumaður Pension Reserach Centre (PeRCent) við CBS og félagi í Bruegel hugveitunni í Brussel.  Rannsóknir hans fjalla um áhrif breyttrar aldurssamsetningar þjóða á þjóðhagsstærðir; opinber lífeyriskerfi og lífeyrissjóði; opinber fjármál innan ESB; ríkisskuldir; fjármálastöðugleika; og hagstjórn. Hann hefur birt fjölda ritgerða og bóka um þessi efni. Svend hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Alþjóðabankann og stjórn ESB. Svend lauk MSc (Econ) prófi frá háskólanum í Aarhus, MA (Econ) prófi frá University of Manchester og Ph.D. (Econ) prófi frá London Business School.