Fyrsti skipulagði fundur á vegum hinnar nýju stofnunar PRICE verður haldinn í Odda, stofu 101, Háskóla Íslands á milli klukkan 13 og 15 föstudaginn 24. mái.
J Michael Orszag, Global Research Director við ráðgjafafyrirtækið Willis Towers Watson, mun halda fyrirlestur um rannsóknir á sviðið lífeyrismála næstu tuttugu árin.
Orszag mun síðan sitja í pallborði með Ástu Ásgeirsdóttur (Landssamtökum lífeyrissjóða), Svend Hougaard Jensen (Copenhagen Business School), Torben Andersen (Aarhus University) og Gylfa Zoega (Háskóla Íslands) og ræða um stefnumörkun á sviði lífeyrismála.
Fundurinn er öllum opinn.