PRICE fyrirlestur um snemmtöku lífeyris

Henrik Yde Andersen (Danmarks Nationalbank) mun halda fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þann 20. nóvember kl. 12–13:30 um snemmtöku lífeyris.

Útdráttur: Í flestum löndum eru viðurlög vegna snemmtöku lífeyris. Með stjórnsýslugögnum frá danska skattinum könnum við hvernig einstaklingar bregðast við því þegar viðurlög við snemmtöku lífeyris eru milduð. Einnig sýnum við hvernig snemmtaka lífeyris nýtist einstaklingum við að milda fjárhagsleg áföll, t.a.m. ófyrirséðu atvinnuleysi. Þótt niðurstöðurnar varpi ljósi á kosti sveigjanleika þegar kemur að snemmtöku lífeyris, benda þær einnig til þess að heimili kunni að freistast til að eyða frekar en spara til efri áranna ef viðurlögin eru of lág. Við notum líkön til að finna jafnvægi milli sveigjanleika og skuldbindingar.

Henrik Yde Andersen er ráðgjafi í hagfræði- og peningamáladeild Danmarks Nationalbank.