PRICE fyrirlestur um minnkandi frjósemi

 

Klaus F. Zimmermann (Free University Berlin & GLO) mun halda fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þann 12. júní frá 12 til 13.30:

 

Klaus F. Zimmermann

The Economics of Fertility Decline

 

Frjósemi hefur farið minnkandi í mörgum löndum og er nú áhyggjuefni fremur en vaxandi fólksfjöldi í heiminum sem áður þótti vera vandamál. Því hefur verið spáð að um næstu aldamót muni fólki fara fækkandi í flestum löndum heimsins. Hver er skýringin á þessu? Hagfræðingar greina venjulega orsakir minnkandi frjósemi innan ramma svokallaðs „lýðfræðilegs umbreytingarlíkans“, líkans Gary Becker um magn og gæði, og tilgátu Dick Easterlin um hugmyndir um fjölskyldustærð sem þróast á æskuárum. Eru þessar tilgátur úreltar og getum við vænst vaxandi fólksfjölda í framtíðinni? Geta stjórnvöld hjálpað við að ná slíkum markmiðum? Það eru fáar vísbendingar um að slíkt sé mögulegt. Í fyrirlestrinum verða leidd rök fyrir því að við getum einungis vænst sveiflu í frjósemi yfir tíma. Þrátt fyrir að frjósemi hafi minnkað verulega á síðasta áratug á Íslandi, er þetta enn aðallega rakið til þess að konur eignist fyrsta barn síðar á ævinni. Hverjir eru valkostir Íslands í ljósi gagna frá öðrum löndum?

 

Klaus Felix Zimmermann er prófessor emeritus við háskólann í Bonn. Hann gegnir einnig stöðu við Maastricht háskóla, Frjálsa háskólann í Berlin og Renmin háskóla í Kína. Hann gegnir stöðu forseta Global Labor Organization. Rannsóknir hans eru á sviði fólksfjölda, vinnumarkaðs, þróunar og búferlaflutninga. Klaus Zimmermann er einn helsti sérfræðingur um hagfræði búferlaflutninga í heiminum.