Markmið

Markmið stofnunarinnar er að efla rannsóknir og auka skilning á lífeyrismálum með því að efna til samstarfs innlendra og erlendra fræðimanna og fá upplýsingar og hugmyndir um skipan lífeyrismála í öðrum ríkjum með vinnustofum og ráðstefnuhaldi.

Stofnuninni er ætlað að vera fræðasamfélag og samstarfsvettvangur sem nýst getur við rannsóknir og greiningar á sviði lífeyrismála og stutt við framtíðarþróun íslenska lífeyriskerfisins.

Rannsóknum sem unnar eru innan vébanda stofnunarinnar er ætlað að vera fræðilegar og birtar í fræðilegum tímaritum og bókum. Stofnunin mun efla félaga sína til dáða í rannsóknum með því að halda reglulegar vinnustofur, auk einnar stórrar ráðstefnu sem haldin er í samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða árlega.  Stofnunin mun einnig styðja við doktorsnema á þessu sviði.

Þótt stofnunin leggi höfuðáherslu á rannsóknir þá gegnir hún einnig því hlutverki að efla upplýsta umræðu um málefni lífeyrissjóða á Íslandi. Með samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða, Seðlabankann og fjármála- og efnahagsráðuneytið getur stofnunin haft áhrif á stefnu stjórnvalda og lagalega umgjörð lífeyrissjóða.