Torben M. Andersen

Formaður ráðgjafaráðs.

Torben M. Andersen er prófessor við Háskólann í Árósum og meðlimur í CEPR, CESifo, IZA og PeRCent. Rannsóknasvið hans eru hagfræði velferðarkerfisins, vinnumarkaðshagfræði, opinber fjármál og hagfræði lífeyrissjóða. Torben er höfundur margra bóka á sínu sviði og fjölmargra ritgerða sem birst hafa í mörgum þekktustu tímaritum í hagfræði.  Hann hefur verið ráðgjafi stjórnvalda í Danmörku, stjórnvalda í öðrum Norðurlöndum, OECD, Evrópusambandsins og einnig Alþjóðabankans. Torben er formaður stjórnar Danska lífeyrissjóðsins ATP.

Heimasíða