Þorsteinn Sigurður Sveinsson er hagfræðingur á sviði Hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Rannsóknir Þorsteins eru einkum tengd lífeyrismálum, breytingum á aldursamsetningu þjóða ásamt peningahagfræði. Þorsteinn hefur m.a. rannsakað áhrif breytinga á íslenska lífeyriskerfinu á frjálsan sparnað, áhrif menntunar á neysluhneigð og sparnað, áhrif aukins lífaldurs á lífeyriskerfi ásamt áhrifum hækkunar lífeyrisaldurs á vinnuframlag. Þorsteinn lauk PhD prófi í hagfræði frá Copenhagen Business School árið 2020 og hefur starfað í Seðlabankanum frá árinu 2015.