Stefán Halldórsson er 74 ára, félagsfræðingur frá Háskóla Íslands 1975 og rekstrarhagfræðingur (MBA) frá Tuck Business School 1988. Hann hefur m. a. starfað sem blaðamaður, kennari, í flugrekstri og á fjármálamarkaði og í seinni tíð við stjórnunarráðgjöf, ritstörf, bókaútgáfu og kennslu í ættfræðigrúski. Hann hefur frá árinu 2010 verið í hlutastarfi hjá Landssamtökum lífeyrissjóða, einkum við rannsóknir og greiningu.