Sigurður Páll Ólafsson

Sigurður Páll Ólafsso hefur nýlokið doktorsnámi í hagfræði við Copenhagen Business School. Hann er skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Undanfarin ár hefur Sigurður kennt þjóðhagfræði við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sigurður hefur m.a. rannsakað áhrif breytinga á íslenska lífeyriskerfinu á frjálsan sparnað, áhrif menntunar á neysluhneigð og sparnað og áhrif niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána á neyslu og sparnað fólks. Helstu rannsóknarsvið hans eru neysla og sparnaður heimila, hagfræði lífeyrismála og hagnýtar hagrannsóknir.