Rannveig Sigurðardóttir

Rannveig Sigurðardóttir var skipuð varaseðlabankastjóri peningastefnu árið 2020 eftir að hafa gegnt embætti aðstoðarseðlabankastjóra frá 2018. Fyrir það var hún staðgengill aðalhagfræðings og aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands. Áður starfaði Rannveig sem hagfræðingur BSRB og ASÍ. Rannveig er hagfræðingur að mennt og lauk fil. kand. prófi og meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði vinnumarkaðshagfræði.