Mike Orszag er yfirmaður alþjóðarannsókna (global research) við Towers Watson, hins alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis á sviði tryggingastærðfræði. Rannsóknir Orszag eru á sviði lífeyrismála, starfsmannahalds, áhættustjórnunar og trygginga. Orszag var stofnandi og fyrsti ritstjóri tímaritsins Journal of Pension Economics and Finance sem gefið er út af Cambridge University Press og OECD. Hann situr einnig í ritstjórn Oxford Handbook of Pensions and Retirement Income (Oxford University Press, 2005). Um þessar mundir rannsakar hann nýjar aðferðir við ákvarðanatöku við skilyrði óvissu og starfsmannamál alþjóðafyrirtækja. Orszag lauk PhD. prófi frá University of Michigan og AB gráðu frá Princeton háskóla í hagfræði.