Marías H. Gestsson

Marías H Gestsson starfar sem dósent í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Árósaháskóla árið 2010. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófum í hagfræði frá Háskóla Íslands og Cand.Oecon prófi í hagfræði frá Árósaháskóla. Rannsóknir hans eru einkum á sviði öldrunar og lífeyrissjóðamála og hefur hann birt greinar tengdar því efni í tímaritunum Macroeconomic Dynamics, Journal of Risk and Insurance, Journal of Demographic Economics og Journal of Economics.

Heimasíða