Marco Francesconi

Marco Francesconi lauk PhD prófi frá New York háskóla árið 1995. Hann hóf þá störf hjá Institute for Scocial and Economic Research við University of Essex og starfaði þar þangað til hann hóf kennslu við hagfræðideild sama skóla.  Árið 2017 var Marco forseti European Society for Population Economics. Hann er nú aðstoðarritstjóri European Economic Review og ritstjóri Labour Economics. Marco hefur verið félagi í UK Academy of Social Sciences síðan árið 2013.  Hann er einnig félagi í Centre for Economic Policy Research (CEPR) í London, Institute for Labor Research í Bonn og CESifo í Munchen. Rannsóknir Marso eru á sviði vinnumarkaðs- og fjölskylduhagfræði; svo sem samspil félagslegra og erfðafræðilegra þátta, tekjudreifing og heilsu. Ritgerðir Marco hafa síðustu árin birst í tímaritunum Economic Journal, Journal of Health Economics, Journal of Political Economy, European Economic Review og Journal of Economic Theory.

Heimasíða