Jón Guðjónsson

Jón Guðjónsson er doktorsnemi við hagfræðideild CBS í Kaupmannahöfn. Rannsóknarsvið hans eru þjóðhagsvarúðartæki, fjármálastöðugleiki og fræðileg þjóðhagfræði. Hann hefur einnig starfað við útfærslu þjóðhagsvarúðarstefnu síðan 2017, fyrst hjá Fjármálaeftirlitinu og svo seinna við fjármálastöðugleikasvið Seðlabanka Íslands. Rannsóknir Jóns við CBS snúa að fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða. Jón útskrifaðist með MPhil gráðu í hagrannsóknum frá Cambridge háskóla árið 2016 og hefur auk þess lokið B.S gráðum í hagfræði, viðskiptafræði/fjármálum og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.