Emil Dagsson

Emil Dagsson er doktorsnemi í Hagfræði við Háskóla Ísland þar sem rannsóknir hans snúa að efnahagslegum hreyfanleika milli kynslóða. Hann lauk BS og MS prófi í hagfræði frá sömu stofnun með ársdvöl við Fudan Háskóla í Shanghai. Skólaárin 2023-2025 dvelur Emil við Brown Háskóla í Bandaríkjunum við rannsóknir, Áður starfaði hann sem ritstjóri Vísbendingar, kenndi hagrannsóknir við Háskóla Íslands og vann að tímabundnum verkefnum hjá Hagstofu Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.