Axel Hall

Dr. Axel Hall starfar sem lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavik. Hann útskrifaðist með B.sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1994 og með meistaragráðu í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum frá London School of Economics. Árið 2015 varði Axel doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Hann var stundakennari við Háskóla Íslands og sérfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 1996-2006 en réðst þá til starfa við Háskólann í Reykjavík. Axel hefur ritað og birt fjölda greina um viðskipta- og efnahagsmál. Hann hefur kennt fjölda námskeiða í hagfræði, stærðfræði og tölfræði, við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Axel hefur verið ráðgjafi stjórnvalda og leitt nefndir á þeirra vegum í ýmsum efnahagsmálum. Hann var til að mynda formaður nefndar stjórnvalda um endurskoðun tekjuskatts í aðdraganda lífskjarasamninganna 2019 og var í kjölfarið formaður nefndar um endurskoðun fjármagnstekjuskatts ári síðar. Axel var varaformaður Fjármálaráðs á árunum 2016-2022 og er nú í Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.