Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir

Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir leggur stund á doktorsnám við Háskóla Íslands þar sem rannsóknasvið hennar eru vinnumarkaðs- og velferðarhagfræði. Hún hefur áður lokið meistaraprófi í hagfræði við Háskóla Íslands og stundað nám við Háskólann í Wollongong, Ástralíu. Ásthildur hefur nýlokið við rannsókn á áhrifum COVID á frammistöðu nemenda í háskóla. Áður starfaði hún fyrir  Hagfræðistofnun og Bandalag háskólamenntaðra (BHM).