Arnaldur er með doktorsgráðu í hagfræði frá Oslóarháskóla og er lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann starfaði áður hjá Þjóðmálastofnun við Háskóla Íslands, norska fjármálaráðuneytinu og Alþýðusambandi Íslands. Rannsóknir hans hafa fjallað um tekjuskiptingu, áhrif skatta og tilfærslna á tekjuskiptingu og hagkvæma skattlagningu launa- og fjármagnstekna. Núverandi rannsóknarverkefni hans eru um kynslóðahreyfanleika, hagkvæma skattlagningu og sjálfvirka sveiflujafnara.