Arnaldur Smári Stefánsson

Arnaldur S. Stefánsson er aðstoðarprófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnaldar eru einkum á sviði opinberra fjármála, atferlisfjármála og fjármála heimilanna og fjalla um hegðun fólks með tilliti til hönnunar skatt-, lífeyris- og húsnæðiskerfa. Hann hefur t.d. rannsakað áhrif verðmætis húseigna og húsnæðiskerfa á neyslu, áhrif skyldulífeyrissparnaðar á frjálsan sparnað og neyslu og hvað ákvarðar snemmtöku lífeyris. Arnaldur lauk PhD prófi í hagfræði við Uppsala háskóla árið 2019 og starfaði við háskólana í Gautaborg og Uppsölum að námi loknu.

Heimasíða