PRICE fyrirlestur um lífeyrissjóði og lífskjör eldra fólks

Kolbeinn H. Stefánsson (University of Iceland) mun halda fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 23. september frá 12-13.30:

 

Kolbeinn H. Stefánsson

Lífeyrissjóðirnir og lífskjör eldra fólks

 

Í erindinu er fjallað um þróun lífskjara og lágtekjuhlutfalla eldri borgara frá aldamótum á grundvelli skráargagna Hagstofu Íslands. Lífskjör eldra fólks hafa batnað verulega frá aldamótum og lágtekjuhlutföllin benda til þess að það hafi náðst fádæma árangur í baráttunni gegn fátækt þessa hóps. Í erindinu verður rýnt í ýmsa áhrifaþætti sem kunna að skýra þessa þróun en niðurstaðan bendir til að hann skýrist fyrst og fremst af vaxandi réttindum eldra fólks í lífeyriskerfinu.

 

Kolbeinn Stefánsson varði DPhil ritgerð sína í félagsfræði frá Oxfordháskóla árið 2013 og starfar sem dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands