Yunus Aksoy

Yunus Aksoy er prófessor í hagfræði við Birkbeck Business School, University of London.  Hann sérhæfir sig í rannsóknum á hagsveiflum, bæði með gerð líkana og einnig með empíriskrum rannsóknum. Meðal viðfangsefna hans eru áhrif breytinga á aldursdreifingu á þjóðhagsstærðir, peningastefna, og áhrif hnökra á fjármagnsmörkuðum á ýmsar þjóðhagslegar stærðir. Hann hefur fengið rannsóknastyrki hjá Seðlabanka Evrópu (ECB)  og Seðlabanka Spánar (Banco de Espana) og dvalið þar við rannsóknir. Áður kenndi hann við University of Kent og Goethe University í Frankfurt. Yunus sinnir einnig rannsóknum í Sabanci University í Istanbúl.  Hann er félagi í CESifo í Munchen.

Heimasíða