Katrín Svava Másdóttir

Katrín Svava Másdóttir lauk BS námi í hagfræði við Háskóla Íslands vorið 2019 og stundaði einnig nám við Bocconi í Mílan, Ítalíu haustið 2018.  Hún útskrifaðist með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þróunarhagfræði frá Barcelona School of Economics sumarið 2021 og hefur starfað hjá Seðlabanka Íslands frá nóvember 2021. Hún hóf doktorsnám við Copenhagen Business School haustið 2025 og fjallar rannsókn hennar um áhrifaþætti þjóðhagslegs sparnaðar, með sérstakri áherslu á lífeyrissparnað. Þá mun hún skoða áhrif stýrivaxtabreytinga Seðlabankans á sparnað heimila með tilliti til mismunandi lánaforma og í því sambandi skoða sérstaklega áhrif á valkvæðan séreignarsparnað. Einnig mun hún skoða áhrif fyrirframgreidds arfs á sparnaðarhneigð heimila.