Katrín Ólafsdóttir er dósent í hagfræði við Viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell University í New York-ríki í Bandaríkjunum.
Rannsóknir Katrínar snúa að vinnumarkaðshagfræði og mannauðsstjórnun. Hún hefur rannsakað launaþróun í og eftir fjármálaáfallið 2008 og ákvarðanir fyrirtækja á þessum tíma um atriði á borð við launalækkanir eða uppsagnir. Katrín hefur einnig rannsakað áhrif kyns á vinnumarkaði, bæði þegar kemur að launaþróun og breytingu í fjölda starfa á vinnumarkaði. Hún hefur einnig rannsakað velsæld á vinnumarkaði tengt kynjasamsetningu vinnuafls.
Katrín á sæti í Áfrýjunarnefnd samkeppnis mála og sat í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 2012-2022.