Herdís Steingrímsdóttir er dósent í hagfræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Herdís lauk doktorsprófi í hagfræði við Columbiaháskólann í New York og þar áður lauk hún meistaranámi í stærðfræðilegri hagfræði og hagrannsóknum við London School of Economics í Englandi. Rannsóknir Herdísar snúa að vinnumarkaðshagfræði og fjölskylduhagfræði. Hún hefur setið í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 2022.