Anne Katrine Borgbjerg er nýdoktor í hagfræði við hagfræði- og viðskiptafræðideild Aarhus-háskóla. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði frá sama háskóla og var gestadoktorsnemi við Harvard University haustið 2024. Hún er jafnframt tengd Pension Research Centre (PeRCent) við Copenhagen Business School.
Í rannsóknum sínum nýtir hún dönsk stjórnsýslugögn (e. administrative data) og háþróaðar örhagfræðilegar aðferðir (e. microeconometrics) til þess að varpa ljósi á samfélagslega mikilvægar spurningar um lífeyriskerfi, öldrun og starfslok.