Arna Olafsson

Arna Olafsson er lektor í fjármálum við fjármáladeild Copenhagen Business School, rannsakandi við Danish Finance Institute, rannsóknarmeðlimur hjá CEPR og þátttakandi í CEPR Household Finance Network, rannsakandi við The Center for Big Data in Finance (BIGFI) við Copenhagen Business School og rannsakandi við Pension Research Centre (PeRCent) við Copenhagen Business School. Hún á einnig sæti í fjármálaráði sem hefur það hlutverk að leggja mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Hún lauk doktorsprófi frá Stockholm School of Economics árið 2014 og var gestanemi við UC Berkeley 2012-2014. Helstu rannsóknarsvið hennar eru fjármál heimilanna (e. household finance), fjármálaleg milliganga (e. financial intermediation), atferlisfjármál (e. behavioral finance), sjálfbær fjármál (e. sustainable finance) og vinnumarkaður og fjármál (e. labor and finance). Greinar eftir hana hafa verið birtar í nokkrum af virtustu fjármála- og hagfræðiritum heims, eins og The Journal of Political Economy, The Review of Financial Studies og The Review of Finance.

Heimasíða