Anne Balter er dósent við Department of Econometrics and Operations Research við Tilburg University í Hollandi og gegnir jafnframt hlutverki þemastjóra (Theme Coordinator) hjá Netspar, the Network for Studies on Pensions, Aging and Retirement.
Hún er virkur fræðimaður á sviði stærðfræðilegrar fjármálafræði og tryggingastærðfræði, með sérstakri áherslu á líkanóvissu, robust fjárfestingar, lífeyrismál og raunvalkosti (real options). Sem Senior Fellow hjá Netspar tekur hún virkan þátt í umræðu í Hollandi um lífeyriskerfið.
Balter lauk doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Maastricht árið 2016. Rannsóknir hennar hafa birst í virtum fræðiritum á borð við Journal of Finance og European Journal of Operational Research.