Lúðvík Elíasson

Lúðvík Elíasson er aðstoðarframkvæmdastjóri peningastefnu og efnahagsmála hjá Seðlabanka Íslands og leiðir rannsóknir og spár. Rannsóknir hans beinast aðallega að hagvexti við skilyrði takmarkaðra auðlinda og hagfræði húsnæðismarkaða og þjóðarbúskaparins. Lúðvík starfaði í rannsóknardeild Seðlabanka Íslands á árunum 2005 til 2008. Hann starfaði einnig fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið og rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð. Hann var aðalhagfræðingur hjá MP banka á árunum 2009 til 2011. Áður en hann gekk til liðs við peningastefnu- og efnahagsmálasvið Seðlabankans árið 2018 starfaði hann sem rannsóknarhagfræðingur í fjármálastöðugleikadeild bankans. Lúðvík er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of Washington.