Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ph.D., er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður ConCIV (Consortium on Compensating Income Variation). Rannsóknir hennar eru einkum á sviði eindahagfræði; velferðarhagfræði, heilsuhagfræði og vinnumarkaðshagfræði. Hún hefur einnig mikinn áhuga á mati á virði vara og þjónustu sem ekki fást á markaði en skipta máli fyrir velferð einstaklinga og samfélaga. Tinna hefur birt fjölmargar ritgerðir, bókakafla og bækur. Hún hefur fengið fjölda rannsóknastyrkja og verið í ritstjórn margra vísindatímarita, um þessar mundir er eðal er hún ritstjóri tímaritsins Health Economics. Tinna hefur einnig gegnt ýmsum ráðgjafastörfum, setið í stjórnum, nefndum og verið til ráðgjafar.